Nóg hefur verið að gera síðasta sólarhringinn hjá slökkviliðinu, 77 verkefnum var sinnt á sjúkrabílunum og eitt útkall var á dælibíl.
Á meðfylgjandi mynd má sjá slökkviliðsmenn slökkva í gróðureldi í sunnanverðu Helgafelli síðdegis í gær. Það var tímafrekt að slökkva eldinn sökum mikils mosa og grjóts og svæðið var erfitt yfirferðar. Ekki bætir úr ská að erfitt er að komast að vatni á þessu svæði og þurfti að flytja það að eldinum með sexhjóli.
SHS vill biðla til fólks að fara mjög varlega með eld í kringum gróðurlendi því jarðvegur er nú mjög þurr. Auðveldlega getur kviknað í út frá litlum neista eins og t.d. frá útigrill, varðeldi eða jafnvel sígarettustubbi og eldurinn magnast mjög hratt.
Umræða