Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendi Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í ákæru sem Kjarninn sagði frá í morgun, er honum gefið að sök peningaþvætti. Hann er fyrsti einstaklingurinn, sem getið er um í Panamaskjölunum sem að sætir ákæru.
Ráðist var harkalega að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, f.v. forsætisráðherra vegna þess að kona hans átti eignir á erlendum aflandsreikningi en ekkert ólöglegt er við það að eiga slíka reikninga. Hafi skattar og gjöld verið greidd lögum samkvæmt og Þannig var því háttað í hans tilfelli og m.a.s. var um ofgreiðslu á sköttum um að ræða í því tilfelli.
En mest var um það mál rætt af þeim fjölmörgu sem að upp komu m.a. gegn öðrum ráðherrum og þeim málum sem eru enn í gangi í kerfinu og hafa ekki verið til opinberrar umfjöllunar, jafnvel verið felld niður í kyrrþey.
Júlíus stofnaði árið 2014 félagið Silwood Foundation á Panama þar sem að nafn hans kom hvergi fram en félagið var skráð á handhafa en ekki á hans nafn. Júlíus gaf þær skýringar að um eftirlaunasjóð sinn væri um að ræða.
En systkini Júlísar og erfingjar foreldra hans hafa sakað Júlíus Vífil og Guðmund Ágúst Ingvarsson, bróður hans. Um að hafa komið ættarauði foreldra þeirra undan og geyma hann á aflandsreikningum. Auð sem þau eignuðust vegna reksturs á bílaumboði Ingvars Helgasonar. Júlíus Vífill hefur neitað öllum sakargiftum.
Júlíus tjáir sig um ákæruna sem Kjarninn greinir frá í færslu á Facebook sem hann birti áðan.
„Það kom á óvart og eru mér vonbrigði. Ég tel engar lagalegar forsendur vera fyrir ákærunni og mun auðvitað takast á við hana fyrir dómstólum. Það mál verður útkljáð á þeim vettvangi,“ segir Júlíus Vífill.
Júlíus tjáir sig jafnframt á Facebook.
,,Undanfarin tvö ár finnst mér eins og ég hafi staðið í veðurbáli. Á mig voru bornar ótrúlegar og fráleitar sakir í æsifréttastíl um að fjármunir á erlendum bankareikningum væru illa fengnir og ekki mín eign. Héraðssaksóknari hefur nú kannað sannleiksgildi málsins og komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé fótur fyrir þeim ásökunum.
Hann hefur hins vegar birt mér ákæru sem snýr að skattamálum. Það kom á óvart og eru mér vonbrigði. Ég tel engar lagalegar forsendur vera fyrir ákærunni og mun auðvitað takast á við hana fyrir dómstólum. Það mál verður útkljáð á þeim vettvangi.
Það kristallast margt í lífinu við mótlæti og átök. Eftir stendur að lokum það sem er mikilvægast: fjölskyldan, vináttan og kærleikurinn.“