Bílaumboðið BL býður mjög góð kjör á bílalánum, aðeins 3.95% óverðtryggða vexti
Bílaumboðið BL ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum bílalán á föstum 3,95% óverðtryggðum vöxtum kaupi þeir bíla frá umboðinu en fjallað var um málið í Morgunblaðinu.
Lánstími er þrjú til sjö ár og eiginfjárkrafan eykst eftir því sem lánstíminn lengist. Lánin sem BL mun bjóða, verða í samstarfi við Lykil fjármögnun og þau eru fyrir alla nýja bíla. Lánunum fylgja engin lántökugjöld og ekkert hámark er á upphæð og heimild fyrir allt að 90 prósenta láni til viðskiptavina BL.
Vextirnir sem að BL mun bjóða eru um helmingi lægri en lægstu vextir sem aðrir lánveitendur sem lána til bílakaupa eru að lána sínum viðskiptavinum. Lægstu vextir eru nú 6,95 prósent breytilegir hjá Arion banka, Ergo og Lykli ef lánshalutfallið er 50% eða minna.
Miðað við hærra lánshlutfall var t.d. 80 prósent lán til fjögurra ára eru lægstu vextir, 7,45 prósent hjá ofangreindum þremur fjármálafyrirtækjum og Landsbankinn er með 7,75 prósent óverðtryggða breytilega vexti.
Þetta er því gleðifrétt fyrir neytendur á Íslandi þar sem að vextir hafa verið stjarnfræðilega háir um aldir, m.v. þau lönd sem við kjósum að vera okkur saman við. Og ótrúlegt að BL og samstarfsaðili þeirra, Lykilll, geti boðið hagstæðari bílalán en t.d. lánastofnanir eru að bjóða í sambandi við fasteignir.