Hugleiðingar veðurfræðings
Hæg breytileg átt eða hafgola í dag, en suðasutan 5-10 með suðurströndinni. Áfram bjart að mestu, en skýjað um sunnanvert landið og líkur á stöku síðdegisskúrum vestanlands. Hiti 12 til 18 stig, en allt að 23 stig í innsveitum norðanlands. Síðan snýst í norðaustlæga átt á morgun, 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og við austurströndina. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir, einkum sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt eða hafgola, en suðasutan 5-10 með suðurströndinni. Bjart að mestu, en skýjað um sunnanvert landið og stöku síðdegisskúrir í vestanlands. Hiti 12 til 18 stig, en allt að 23 stig í innsveitum norðanlands.
Spá gerð: 17.08.2020 05:02. Gildir til: 18.08.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 8-13 m/s, en heldur hægari norðaustanlands. Dálítil rigning suðvestantil, annars bjart með köflum. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast norðvestantil.
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s hvassast við suðausturströndina, hvessir um kvöldið. Skýjað norðaustantil, en bjart með köflum annarsstaðar. Hiti frá 5 stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 15 stig á Suðurvesturlandi.
Á föstudag:
Ákveðin norðaustanátt og víða rigning af og til, en úrkomuminna vestantil. Kólnar dálítil.
Á laugardag:
Norðanátt og áfram dálítil rigning austantil á landinu, annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Áfram svipaður hiti.
Á sunnudag:
Útlit fyrir fremur hæga norðlæg átt eða breytilega átt. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Kólnar lítillega.
Spá gerð: 17.08.2020 08:12. Gildir til: 24.08.2020 12:00.