Hugleiðingar veðurfræðings
Víðáttumikil lægð sem er staðsett suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hjá okkur næstu daga. Suðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands og á miðhálendinu fram eftir degi og ekkert útivistaveður á þeim slóðum. Þykknar upp í öðrum landshlutum. Suðaustlæg átt 8-15 m/s síðdegis í dag. Talsverð rigning á Suðausturlandi um tíma eftir hádegi, en á Austfjörðum í kvöld. Annars víða skúrir. Heldur hægari austan og síðan norðaustanátt á morgun. Áfram vætusamt suðaustan- og austanlands, en annars skúrir á víð og dreif.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt með rigningu suðvestantil, en mun hægari vindur og léttskýjað norðan- og austanlands. Hiti 2 til 9 stig. Suðaustan 15-23 sunnan- og vestanlands og rigning eða talsverð rigning með morgninum, en bætir í vind og þykknar upp norðaustantil. Sunnan og suðaustan 5-13 með skúrum þegar líður á daginn, en talsverð rigning á Austfjörðum fram á kvöld. Austan og norðaustan 5-13 m/s á morgun. Rigning suðaustan- og austanlands, en annars víða skúrir. Hiti 7 til 14 stig.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austan og síðar norðaustan 8-13 m/s. Rigning sunnan- og austanlands, dálitlar skúrir í öðrum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, svalast á Austfjörðum.
Á föstudag:
Norðan og norðaustan 3-10 m/s og skúrir, en allhvass vindur og rigning norðvestantil. Hiti 5 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á laugardag:
Stíf norðanátt á vesturhelmingi landsins, en mun hægari austantil. Rigning og svalt í veðri fyrir norðan, en bjart sunnan heiða og hiti að 15 stigum syðst.
Á sunnudag:
Minnkandi norðaustanátt. Dálitlar skúrir, einkum norðantil, en þurrt og bjart að mestu sunnantil. Hiti 6 til 14 stig að deginum, mildast sunnanlands.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með vætu, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 16.08.2022 20:32. Gildir til: 23.08.2022 12:00.