það helsta úr dagbók lögreglu frá 17:00 – 05:00 dagana 16.08-17.08 eru þessi:
Lögreglustöð 1 – Miðbær, vesturbær, austurbær, Seltjarnarnes
- Tilkynnt um aðila að bera nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði, grunað þýfi. Rafmagnshlaupahjólin haldlögð. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um innbrot í heimahús þar sem verðmætum var stolið í hverfi 103. Málið í rannsókn.
- Tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun.
- Tilkynnt um mann haldandi á reiðhjóli, grunur um þýfi. Maðurinn fannst og játaði að hafa stolið reiðhjólinu. Reiðhjólið haldlagt.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við fyrirtæki. Aðilarnir fundust ekki.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær
- Tilkynnt um ökumenn mótorhjóla vera að aka utan vega.
- Ferðamenn fundu veski með peningum og greiðslukorti. Eigandi hinn glaðasti eftir að því var skilað til hans.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
- Tilkynnt um ökumann bifreiðar að vera að neyta fíkniefna. Fannst ekki.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Grafarholt, Mosfellsbær
- Tilkynnt um ljósan reyk og brunalykt frá íbúð. Enginn eldur en munur gleymdist á eldavél. Slökkvilið reykræsti.
- Ökumaður stöðvaður þar sem hann ók mikið yfir hámarkshraða. Ökumaður reyndist svo án ökuréttinda.
Umræða