3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Gamalt íslenskt skip sekkur við Grænland

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Línuskipið Naruneq sökk á laugardagskvöld nálægt Qaqortoq á Grænlandi. Skipið er í eigu fyrirtækisins Iluliaq Seafood sem ásamt spænskum fjárfestum er stjórnað af kaupsýslumanninum Kim Høegh-Dam. Umhverfisyfirvöld fylgjast vel með skipinu vegna olíumengunar. Um er að ræða gamalt skip frá Íslandi sem bar mörg nöfn hér á landi. Upphaflega hét skipið Sæþór ÓF 5, en síðar Sæfari AK 171 – Erlingur Arnar VE 124 – Hringur GK 18 – Vatnsnes KE 30 – Axel Eyjólfsson KE 70 – Skagaröst KE 70 og Ögmundur RE 94. Skipið var selt til Grænlands á árinu 1994 og hefur verið þar undir fjórum nöfnum.

Blaðafulltrúi hjá lögreglunni á Grænlandi, Camilla Palmann, staðfestir að línuskipið Narluneq hafi siglt á sker nálægt Qaqortoq á laugardagskvöld um klukkan 17.
Um borð voru sex manns sem komust allir upp á nærliggjandi eyju og voru sóttir þaðan. Lögreglan í Qaqortoq og slökkvilið á staðnum hafa verið á vettvangi í dag.
,,Fólk er hvatt til að halda sig frá skipinu og bent er á það sé refsivert brot að fjarlægja hluti úr skipinu,“ segir aðstoðarlögregluþjónn lögreglunnar í Qaqortoq, Søren Arnth Hansen.
Málið hefur verið afhent dönsku siglingastofnuninni
Skemmdarverk af hálfu áhafnar: Skipið komst í fréttir í júlí en þá voru nokkrir skipverjar þess skildir eftir í Tasiilaq. Ágreiningur var á milli þeirra og skipstjórans sem leiddi til þess að þeir voru yfirgefnir og áttu þeir svo í basli með að koma sér heim á eigin vegum.
Í ágúst komst svo skipi aftur í fréttir þegar það varð fyrir skemmdarverkum af hálfu áhafnarmeðlims / a,  þar sem sykri var hellt í bæði smurolíu og díseltanka skipsin. Að auki varð nokkur rafeindabúnaður inni í stýrishúsinu fyrir skemmdum. Ungur maður hefur verið í haldi vegna málsins.