Rétt fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt rafmagnsslys í tengivirki Landsnet og Orkubús Vestfjarða í Breiðadal og var starfmaður Orkubúsins fluttur í kjölfarið á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum.
Starfsmenn frá Orkubúi Vestfjarða voru við vinnu við búnað Landsnets í tengivirkinu en verið var að setja Breiðadalslínu 1 inn eftir viðhald þegar slysið varð. Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um orsakir slysins. Viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna hafa verið virkjaðar og hugur okkar allra er hjá þeim slasaða, fjölskyldu hans og samstarfsfólki okkar sem tengjast atburðinum í dag.
Umræða