3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Vegtollur yfir nýja Ölfusárbrú verður hár og gamla brúin verður lokuð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

2000 krónur fram og til baka í veggjöld

Það eru háværar raddir um að gamla brúin við Selfoss muni víkja alfarið þegar nýja brúin verður tilbúin þó annað sé sagt korter í kosningar.

Magnús Guðbergsson

Þá hafa gárungarnir velt fyrir sér vegatollum. Þar eru álit um að fyrir árskort verði gjaldið 250 krónur fyrir hverja ferð, sem gera 500 krónur fram og til baka. Þá er einnig rætt um vegtoll upp á 20 skipti að þá verði 500 krónu vegtollur. Og fyrir eitt skipti, verði vegtollurinn 1000 krónur sem gera 2000 krónur fram og til baka. Fyrir eftirvagna verði greiddar 300 krónur í vegtolla.

Svo er reynt að beita blekkingum með að segja landsmönnum að gjaldið verði lágt. Við erum algerlega mótfallin vegtollum sem ríkisstjórnin og sérstaklega Framsóknarflokkurinn vill að verði komið á sem víðast á landinu og sérstaklega vegna brúar yfir Ölfusá til margra áratuga.

Við erum löngu búin að greiða fyrir þessa brú

Við erum löngu búin að greiða fyrir þessa brú og allar aðrar framkvæmdir með bensínskatti sem nemur liðlega 90% af verði bensínlítersins og bifreiðagjöldum sem við greiðum tvisvar á ári af farartækjum okkar.

Veggjöld í Vaðlaheiðargöng

Ríkisstjórnin nú og áður hafa bara tekið þessa peninga okkar og notað þá í allt annað en til vega- og brúargerða. Ég get alveg lofað ykkur því að Vegtollur yfir nýja Ölfusárbrú verður hár og gamla brúin verður lokuð, því það er ástæðulaust að halda henni við. Þó svo það sé verið að reyna að ljúga öðru að okkur korter í kosningar. Þá verður ekki lagt í séstaka vegagerð frá þjóðvegi eitt, bara til að fara yfir gamla og lélega brú sem verður í kjölfar þeirrar nýju, dæmd ónothæf. Munið eftir þessum orðum eftir kosningar, því þessi spá mun rætast.

Fyrir hverja verður gjaldið lágt?
Öryrkja og ellilífeyrisþega sem geta varla keypt eina ferð í einu enda hugsanlega ekki ætlunin að þeir hafi efni á mörgum ferðum eða ferðalögum um landið sitt. Hvað með skólafólkið sem sækir skóla til Reykjavíkur?

En horfum á afleiðingar nýrrar brúar þegar gamla er farin.

Vegtollur yfir nýja Ölfusárbrú verður hár og gamla brúin verður lokuð. Þó annað sé sagt, korter í kosningar

Það sem gerist er að umferðin fer framhjá Selfossi og ferðaþjónusta og annar tengdur rekstur verður fyrir áfalli. Enda ólíklegt að margir í ferðaþjónustu vilji vera hinumegin við brúna.

Þar sem vegjaldið verður tollur ofaná þá þjónustu sem þeir vilja bjóða uppá. Þá velti ég því fyrir mér hvort ekki hefði verið viturlegra að setja miðbæinn í Hveragerði þar sem aðal áningarstaður verður þar fyrir ferðaþjónustu enda Selfoss dottinn út úr alfaraleið.
Þetta er eðlileg pæling og liggur líka svolítið ljóst fyrir.

Þar sem ég er að keyra út úr Reykjavík og er fastur strax í Ártúnsbrekkunni og skal engan undra þar sem búið er að tryggja að allar götur séu ófærar vegna þess að búið er að þrengja allar götur og stofnæðar borgarinnar. Er þetta leiðin til að verða græn og umhverfisvænni spyr ég mig?

Hvernig getur verið umhverfisvænt að lengja gangtíma jarðeldsneitis knúna bíla? Og svo allir þessir trailerar með byggingarefni fyrir nýjan spítala í miðbæinn og ekki má gleyma íbúðum sem eru byggðar sem þétting byggðar.

Ekkert skrítið að hér þurfi að byggja hratt. Enda búið að stela öllum gæðum og atvinnunni frá byggðum landsins. Og fólk kvartar yfir svifryksmengun. Ekki var það heldur neitt grænt.

Jæja ég færist smá áfram og kemst aðeins áfram þangað til að vegurinn verður aftur einfaldur. Núna gengur þetta hægt og svona gengur þetta alla leið á Selfoss til skiptis.

Mér er spurn til fjórflokkanna eftir 40 ára nær samfellda setu á Alþingi, hví eru vegamálin í svona slæmu ástandi, hví er ekki löngu búið að tvöfalda í allar áttir frá Höfuðborginni í a.m.k. 60 kílómetra? Á svæði sem stærstur hluti þjóðarinnar býr, er algerlega óboðlegt að fólk geti ekki farið á milli staða að sækja sér þjónustu, án þess að eyða löngum tímum í bið vegna alsherjar klúðurs í samgöngumálum.

Hvers vegna eiga kjósendur að taka mark á ykkur núna, þegar þið hafið svikið ykkar kjósendur í 40 ár um góðar samgöngur um landið allt? Þessi spurning brennur á mér.

Eftir að ég fékk svar frá Sjálfstæðisflokknum um að hann væri ekki tilbúinn að innkalla aflaheimildir til þess að laga innviði þjóðfélagsins með því að leigja þær frá þjóðinni. Mér er spurn. Svarið þeirra er NEI í hjarta þeirra. Eins og kom fram á kjördæmafundi Suðurkjördæmis í dag.
Kærar kveðjur Magnús Guðbergsson Oddviti Suðurkjördæmis fyrir Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn x-o.is XO

Hrun framundan á fasteignaverði, ferðaþjónustu og atvinnustarfsemi á Suðurlandi