Hrafn Jökulsson skákfrömuður, rithöfundur er látinn, 57 ára að aldri. Hrafn fæddist árið 1965, sonur Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanns og Jökuls Jakobssonar rithöfundar.
Hrafn starfaði sem blaðamaður og ritstjóri, gaf út ljóðabækur skrifaði skáldsögur og ævisögur og lagði fjölmörgum góðgerðarfélögum lið. Hrafn stofnaði Skákfélagið Hrókinn árið 1998 sem vann meðal annars að því að kynna skák fyrir börnum bæði hér á landi og á Grænlandi.
Hrafn greindist með krabbamein í hálsi í sumar og greindi frá sjúkdómi sínum og baráttunni við hann á samfélagsmiðlum. Hrafn var giftur Oddnýju Halldórsdóttur og hann lætur eftir sig fjögur börn; Þorstein Mána, Örnólf, Þórhildi Helgu og Jóhönnu Engilráð.
Umræða