Pizza keðjan hefur framkvæmt endurskoðun á alþjóðamörkuðum sínum, sem eru Noregur, Ísland, Sviss og Svíþjóð, og komist að því að hún muni yfirgefa þessi lönd og leitar að kaupanda til að taka við óbreyttum rekstri í Vestur-Evrópu
Það eru fagritin E24 og Dagens Næringsliv sem fjalla um viðskipti, sem birtu fréttir um kúvendingu pizza risans Dominos í Noregi í gær.
Í ársfjórðungsskýrslu pizzakeðjunnar, sem kom út á fimmtudaginn í síðustu viku, segir keðjan frá því að þeir ætli að dragi sig frá „alþjóðlegum mörkuðum“ sem samanstendur af Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Sviss og er það gert vegna vonbrigða með tekjuaukningu í einhverjum tilvikum og svo er fjallað um launakostnað.
Samkvæmt E24 mun keðjan reyna að finna aðra sem geta haldið áfram með veitingastarfsemina í Noregi undir Domino’s nafninu.
,,Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að þó að þetta séu góðir markaðir, þá erum við ekki bestu eigendur þessara fyrirtækja. Stjórnin hefur því ákveðið að yfirgefa þessa markaði á réttan hátt,“ segir David Wild, framkvæmdastjóri Dominos í Vestur-Evrópu, samkvæmt E24. Í dag er Domino’s Pizza Group sérleyfishafinn í Noregi, fyrir hönd American Domino’s Group. Fyrirtækið leggur áherslu á að finna nýjan sérleyfishafa sem geti rekið veitingahúsin frekar undir vörumerkinu Domino’s. Samkvæmt því ætti þessi sala keðjunnar á sérleyfinu, ekki að hafa nein áhrif á reksturinn í þessum löndum og á Domino´s á Íslandi.
Wild áréttar einnig að brottför fyrirtækisins muni gerast á réttan hátt og að þeir muni finna einhvern annan sem getur tekið við. Domino’s Pizza Group er skráð í kauphöllinni í London. Olíusjóðurinn er meðal hluthafa og átti 2,68 prósent hlut í lok árs 2018 sem var metinn á 323 milljónir norskra króna.
Fyrrum yfirmaður Domino’s í Noregi, Kenneth Lorentzen, sagði við Dagens Næringsliv í fyrra að áætlunin væri að verða sú að Dominos yrðu stærstir í Noregi. „Við höfum metnað til að verða númer eitt á pizzu markaðnum eftir fimm ár,“ sagði hann við DN í janúar í fyrra. En nú er allt annað uppi á teningnum.