Hugleiðingar veðurfræðings
Það stefnir í rólegheitaveður þessa vikuna sem er væntanlega kærkomið eftir norðan hvassviðrið. Hægviðri og bjart veður í dag um allt land, en þó skýjað norðan heiða rétt í fyrstu. Milt loft úr vestri kemur með suðvestanátt á morgun og á miðvikudag. Skýjað verður vestanlands, þurrt að kalla á þriðjudag en smáskúrir á miðvikudag. Bjart veður fyrir austan báða dagana. Útlit fyrir hæglætisveður seinnihluta vikunnar og um helgina, þurrt að mestu en kólnandi.
Veðuryfirlit
200 km SA af Hvarfi er 1028 mb hæð og frá henni hæðarhryggur NA yfir Ísland. Skammt NV af Írlandi er 990 mb lægð sem fer NA og grynnist.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað í dag. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst. Suðvestan 5-10 m/s norðvestantil í kvöld. Suðvestanátt á morgun, 8-15 m/s norðvestantil, en annars hægari. Skýjað vestantil, en bjart fyrir austan. Hlýnandi.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri og léttskýjað í dag. Suðvestan gola og þykknar upp á morgun. Hiti 4 til 7 stig að deginum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-15 m/s, hvassast norðvestanlands. Léttskýjað á austanverðu landinu, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 3 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Snýst í austan og norðaustan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 6 stig, en víða vægt frost á Norðaustur- og Austurlandi.
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og skýjað, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Suðvestanátt, skýjað og dálítil væta vestanlands. Hiti 1 til 6 stig. Bjartviðri um landið austanvert og hiti um eða undir frostmarki.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað sunnanlands.