Fjórir voru handteknir vegna líkamsárásar í heimahúsi en þeir voru allir í annarlegu ástandi. Einn enn var svo handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann reyndi að komast inn í hús sem hann taldi vera það sama og árásin átti sér stað í.
Á einum mannanna fundust fíkniefni í söluumbúðum ásamt ætluðum ágóða af fíkniefnasölu en á öðrum fannst vopn sem var haldlagt. Málið er í rannsókn.
Umræða