0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

17 ára og keypti sér bát og kominn í blómlega útgerð

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing


Sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet í Noregi greindi frá því að íslenskur 17 ára strákur sé kominn í útgerð þar í landi. Það þykir ekki fréttaefni almennt í Noregi þó svo að ungir menn hefji útgerð, þar sem að það er lítið mál, á meðan að það er óhugsandi á Íslandi þar sem nýliðun er nánast engin.
Hann keypti sér bát fyrir spariféið sitt fyrir um ári síðan og getur lifað góðu lífi af útgerðinni án þess að vera fæddur inn í kvóta- fjölskyldu sem erfingi að kvóta sem ríkið gaf útgerðarmönnum afnot af, eða eiga hundruði milljóna til þess að kaupa kvóta eins og nauðsynlegt er fyrir unga menn á Íslandi. Ætli þeir að hefja útgerð sem að hægt er að lifa á hér við land þar sem að stóru útgerðarfélögin eiga nánast allan kvótann að sögn sérfræðings sem að hefur fylgst með kvótakerfinu á Íslandi frá upphafi.
Nú er spurning hvort ekki sé tímabært að stokka kvótakerfið upp á Íslandi í kjölfar ítrekaðra frétta af svindli og svínaríi í greininni. Innkalla kvótann og útdeila honum á annan hátt. Þannig að þjóðin fái réttlátan arð af eign sinni. Nú hefur komið í ljós að t.d. Samherji getur greitt miklu hærra gjald fyrir sama fisk í Namibíu og hér á Íslandi og þeir sem hafa vit á útgerð hafa bent ítrekað á það. Án þess að á hafi verið hlustað og ríkisstjórnarflokkarnir sömdu um hlægileg veiðigjöld fyrir hönd þjóðarinnar, eiganda kvótans.
Á meðan pólitíkusar vinna ekki fyrir þjóðina, þá er hún hlunnfarin og féflett og kemur það niður á innviða uppbyggingu eftir hrunið. Þá þarf að rannsaka þegar útgerðir sem eru að selja sjálfum sér afla til eigin fyrirtækja í útlöndum. Ef verðið er of lágt, kemur það niður á veiðigjöldum og skattgreiðslum til þjóðarinnar. Hví má fiskur ekki fara á markað þar sem rétt verð er greitt? Hverjir standa í vegi fyrir því? Hverjir eru að liðka til í stjórnkerfinu til þess að hægt sé að smjúga og ljúga?
Óskum við Svani til hamingju með nýjan bát og útgerð sem að á örugglega eftir að ganga vel hér eftir sem hingað til.
,,Skip undir ákveðnum metra fjölda, 11 metrum í Noregi, fá að veiða án kvóta í ákveðnum tegundum allt árið og svo þorsk á ákveðnum tíma, stundum í marga mánuði á ári og allt fiskveiðikerfið í Noregi er hliðhollara þeim sem að t.d. vilja hefja útgerð og þeim sem að hafa ekki mikið fjármagn til þess að hefja útgerð.
Nýliðun er mjög vel möguleg í útgerð í Noregi og duglegir ungir menn hafa tækifæri þar til þess að stofna útgerð og reka eigin báta í sátt við kerfið í sjávarútvegi og umhverfið.“
Nýlega benti einn reyndasti fiskifræðingur á Íslandi á það að nauðsynlegt væri að gera eins hér á Ísland, þ.e. að leyfa frjálsar veiðar smábáta til þess að hjálpa þorskstofninum að vaxa en hann hefur aldrei náð sér á Íslandi eftir að kvótakerfið var sett á í þeirri mynd sem að það er í núna. Ekki hefur verið tekið neitt tillit til hans skoðana þar sem að þær virðast ekki henta þeim sem að eiga hagsmuna að gæta að sögn sérfræðingsins sem að þekkir vel til í kvótakerfinu. Þá bendir hann á að þorskstofninn í Noregi hafi dafnað miklu betur en á Íslandi og er um ein milljón tonn á ári veiddar þar af þorski en á Íslandi er aflinn bara fjórðungur af því, eða um 250 þúsund tonn. Gagnrýni á íslenska fiskveiðikerfið segir hann vera mjög illa séða, sérstaklega þegar að fjallað er um gífurlegt brottkast sem að allir vita að eigi sér stað ofl. og sumir fjölmiðlar fjalla ekkert um það ,,vegna hagsmunatengsla á litla Íslandi.“
Lán í Noregi, ef einhver þarf á þeim að halda, eru oftast þrisvar til tíu sinnum ódýrari en á Íslandi en það fer eftir ástandinu á Íslandi, verðtryggingu o.þ.h. hver munurinn er, þar sem að íslenska hagkerfið er ótraust og óútreiknanlegt.  Norska krónan og vextirnir, haggast ekki og stöðuleikinn áratugum saman gerir það mögulegt að hægt er að gera marktækar áætlanir og byggja upp fyrirtæki í sjávarútvegi frá grunni að sögn sérfræðingsins í útgerðarmálum. Verðið fyrir þorsk núna í Noregi er hærra verð en hefur verið á Íslandi.
https://frettatiminn.is/samherjamalid-fiskveidistjornarkerfid-og-serhagsmunirnir-eru-mjog-vidkvaemt-mal-fyrir-rikisstjornina/