Bernardt Esau sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala dómsmálaráðherra sögðu af sér í vikunni eftir umfjöllun Kveiks og namibíska blaðsins The Namibian um greiðslur Samherja til ráðamanna í Namibíu stutt með gögnum frá Wikileaks.
Gísli Marteinn sló á létta strengi varðandi þetta grafalvarlega mál í vikulegum skemmtiþætt á Rúv, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar á léttum nótum.
Hann sagði að ef um væri að ræða rasíska barnabók frá 1950, þá hefði hún verið nefnd Ævintýri Samherja og lífsglöðu letingjanna og vitnar þar til tölvupósta sem eiga að hafa verið sendir á milli starfsmanna Samherja, þar sem Namíbíumönnum á að hafa verið lýst með þessum hætti. Hægt að horfa á þáttinn með því að smella HÉR.
https://www.ruv.is/frett/frettir-vikunnar-15112019
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/16/thad-er-engin-spilling-a-islandi/