Fjármálaráðherra skaðar orðspor Íslands með ömurlegum ummælum sínum, sem hafa ratað í heimspressuna
,,Fjármálaráðherra hefur sagt okkur þingmenn sem bendum á spillingu, skaða orðspor Íslands.
Ef einhver stjórnmálamaður skaðar orðspor okkar þessa dagana er það fjármálaráðherra sjálfur, með ömurlegum ummælum sínum, sem hafa nú ratað í heimspressuna.“ Segir Logi Einarsson.
Ummæli Bjarna Benediktssonar í The Guardian:
„Veik ríkisstjórn, og spillt í þessu landi“
Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn Íslands kennir menningu og spillingu í Namibíu um mútuhneyksli Samherja.
„Það er kannski rót vandans í þessu tilfelli,“ sagði fjármálaráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson. – „Veik ríkisstjórn, og spillt í þessu landi. Þetta virðist vera það vandamál sem við erum að sjá núna.“
The Guardian fjallaði um málið
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/16/thad-er-engin-spilling-a-islandi/