1.8 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg – 421 skjálfti s.l. 48 tíma

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 
Í dag (17. nóvember). kl. 08:38 varð jarðskjálfti af stærð 2,9 um 9 km S af Helgafelli við Hafnarfjörð. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Höfuðborgarsvæðinu.
Öflug jarðskjálftahrina sem hófst uppúr hádegi í gær (16.nóvember) á Reykjaneshrygg virðist vera í rénun. í hrinunni hafa tæplega 30 skjálftar stærri en 3,0 mælst á svæðinu.
Stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,5 að stærð og varð kl. 13:17 í gær. Skjálftarnir eru staðsettir um 45 km SV af Reykjanesi. Rúmlega 300 minni skjálftar hafa mælst í kjölfar stærri skjálftanna. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að stærsti skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaga, Höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.
Fjöldi skjálfta s.l. 48 klst.: Stærð minni en 1 alls: 173. Stærð 1 til 2 alls: 63. Stærð 2 til 3 alls: 156. Stærri en 3 alls: 29. Samtals: 421
Áfram mælast smáskjálftar í jarðskjálftahrinu í grennd við Öskju, en þó í minna magni en síðastliðna viku.