,,Kristján Þór Júlíusson getur ekki sinnt neinu er varðar sjávarútveg á Íslandi, hann er vanhæfur þar“
Egill Helgason spurði um hæfi sjávarútvegsráðherra til þess að fara með ráðuneytið í Silfrinu í morgun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður bendir þar á að ,,hann (Kristján Þór Júlíusson) getur ekki sinnt neinu er varðar sjávarútveg á Íslandi, hann er vanhæfur þar.
,,Hann segist ætla að segja sig frá málefnum Samherja sem á 15% af öllum kvótanum á Íslandi og er auðvitað risi á þessum markaði sem segir þá bara það að hann getur ekki séð um neitt sem að varðar sjávarútveg.
Og þá er hann bara orðinn landbúnaðarráðherra, þannig að ég veit ekki nema að Þórdís Kolbrún komi og taki þá Sjávarútvegsráðuneytið?
Ég ætla bara að segja eitt um vanhæfið, af því að það eru lög í landinu og lögin segja að þú mátt ekki eiga meira en 12%. Kristján Þór Júlíusson var spurður að þessu hér í Kastljósi á miðvikudaginn, hvernig stendur þá á því að Samherji eigi 15% en ekki 12%.
Hvernig svaraði Kristján Þór því, sjávarútvegsráðherra? Jú, það er verið að breyta reglunum í ráðuneytinu.
Þú verður bara að vera þolinmóður Einar Þorsteinsson, það er verið að breyta reglunum í ráðuneytinu. Hvernig? Jú væntanlega svo að Samherji geti áfram átt 15% en ekki 12% eins og lögin segja.
Í alvöru, það er verið að breyta reglunum sem koma þá Samherja að góðum notum, hjá sjávarútvegsráðherra sem segist vera fullkomnlega hæfur til þess að gegna þessu embætti og forsætisráðherra treystir honum.“ Sagði Helga Vala.
Þá talaði hún einnig um að eðlilegt hefði verið að frysta eignir Samherja á meðan rannsókn á málinu fari fram. Það hafi síðast verið gert mjög snarlega á dögunum gagnvart hljómsveitinni Sigurrós, sem væri þó í raun smá mál í þessu samhengi.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/17/bjarni-benediktsson-sakar-namibisk-stjornvold-um-ad-bera-abyrgd-a-samherjamalinu/