2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Mesta tap á flugi í 25 ár – 228 milljarða tap á árinu

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

228 milljarða taprekstur á tólf mánuðum

Í fyrsta skipti í 25 ára sögu félagsins, sýna reikningar lággjaldafyrirtækisins EasyJet tap að því er fram kemur í frétt Sky News. Tapið er allt að 1,27 milljarðar punda, eða um 228 milljarðar íslenskar krónur og gildir um síðustu tólf mánuði, til loka september á þessu ári.

Það er auðvitað kórónaveiran sem hefur orsakað þennan mikla halla. Á 12 mánuðum þar áður, hagnaðist fyrirtækið um 430 milljónir punda eða um 45 milljarða í íslenskum krónum. Farþegum á tímabilinu fækkaði um helming, eða úr 96,1 í 48,1 milljón farþega.

Það er heldur engin breyting í sjónmáli á yfirstandandi ársfjórðungs (október – desember). EasyJet segist ekki búast við að fljúga með fleiri farþega en sem nemur 20 prósent af getu félagsins.