Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista sex aðilar í fangaklefa. Alls eru 74 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
- Aðila sem var til vandræða og hafði í hótunum við starfsfólk á slysadeild vísað út.
- Aðili handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar og hótana í hverfi 104.
- Maður handtekinn og vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði í hótunum við aðila í hverfi 101.
- Aðili handtekinn vegna óláta og slagsmála í hverfi 101, maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og í framhald var honum sleppt.
- Talsverður hiti í fólki í miðbænum og urð pústrar á milli manna, fjórir aðilar handteknir og fluttir á lögreglustöð þar sem skýrslur voru teknar af mönnunum og í framhaldi héldu mennirnir hver í sína átt.
- Umferðaróhapp í hverfi 221, ökumaður undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
- Aðili handtekin fyrir líkamsárás í hverfi 220, maðurinn vistaður í fangaklefa og árásarþoli fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.
- Aðili handtekinn í hverfi 111 vegna líkamsárásar, vistaðu í fangaklefa
- Umferðaróhapp í hverfi 113 og reyndist ökumaður vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ökumaður vistaður í fangaklefa.
- Bílvelta í hverfi 110, ökumaður fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.
Umræða