Alþingi samþykkti lög í gær um kílómetragjald á raf og tengiltvinnbifreiðar, nú kostar 600 krónur að aka rafbíl hverja 100 kílómetra og 200 krónur fyrir tengiltvinnbifreið.
Ríkisskattstjóri skal gera áætlun um meðalakstur bifreiðar á gjaldtímabili og birta hana í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Áætlun skal taka mið af tveimur síðustu skráningum á stöðu akstursmælis bifreiðar. Áætlun skal reiknuð fyrir hvern og einn almanaksmánuð og taka mið af meðalakstri bifreiðar á dag.
Samgöngustofa hefur umsjón með skráningu á stöðu akstursmælis samkvæmt lögum þessum.
Skráning á stöðu akstursmælis gjaldskyldrar bifreiðar skal fara fram rafrænt að lágmarki einu sinni á hverju almanaksári. Skráningin skal framkvæmd af gjaldskyldum aðila eða hjá faggiltri skoðunarstofu við sérstakan álestur á stöðu akstursmælis eða reglubundna skoðun bifreiðar. Slík skráning skal vera grundvöllur að álagningu kílómetragjalds.
Markmið
Helstu breytingar og nýjungar
Lagt er til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag gjaldtöku í formi kílómetragjalds vegna notkunar hreinorkubíla, þ.m.t. rafmagns- og vetnisbíla, og tengiltvinnbíla á vegakerfinu. Gert er ráð fyrir að nýtt kerfi taki gildi 1. janúar 2024 og að í upphafi verði það einskorðað við fólks- og sendibíla.
Breytingar á lögum og tengd mál
Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur
Gert er ráð fyrir að tekjuauki ríkissjóðs af nýju gjaldtökukerfi verði 3 milljarðar kr. á árinu 2024. Innleiðing kerfisins mun hafa í för með sér ótilgreindan kostnað vegna uppsetningar og reksturs álagningarkerfa og hugbúnaðarkerfa hjá Skattinum auk annarra viðbótarverkefna hjá bæði Skattinum og Samgöngustofu. Ef álagning kílómetragjalds leiðir til minni aksturs á vegum í eigu ríkisins minnkar það slit á þeim og því má gera ráð fyrir lægri viðhaldskostnaði til lengri tíma litið.