-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Hellisbúinn er búinn að finna sér nýtt heimili í Ægisgarði

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Eftir frábærar móttökur síðastliðinn vetur og góða sýningartörn í stórborginni Las Vegas er Hellisbúinn búinn að finna sér nýtt heimili í Ægisgarði og hlakkar til að skemmta Íslendingum að nýju. Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.
Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann. Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp. 

Hellisbúinn snýr nú aftur til Íslands í þriðja sinn en sýningin er líklega mest selda leiksýning landsins. Yfir 105 þúsund Íslendingar hafa hlegið, grátið, og fengið ódýra hjónabandsráðgjöf hjá Hellisbúanum. Jóel Sæmundsson túlkar hinn gifta meðalmann að þessu sinni, en Jóel er sjálfur einn fyndnasti maður sem hann þekkir, að eigin sögn.
Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans.
Hellisbúinn hefur þróast mikið síðan hann bankaði síðast uppá á Íslandi og er nú orðinn þrælkunnugur hinum ýmsu öppum.

Í Ægisgarði lofum við frábærri kvöldstund, en Ægisgarður er þekktur fyrir stórkostlegt úrval af guðaveigum og enginn ætti því að verða þyrstur á meðan á sýningu stendur.
Fréttatíminn kíkti á sýningu á Hellisbúanum í vikunni í Ægisgarði og það var smekkfullur salur sem að skemmti sér konunglega á þessari frábæru sýningu þar sem að sýningargestir hlógu sig máttlausa. Jóel Sæmundsson á stórleik í þessu verki og náði svo sannarlega að hrífa alla viðstadda með frábærri túlkun sinni á Hellisbúanum.
Framleiðandi sýningarinnar, Leikhúsmógúllinn / Theater Mogul, er stærsta fyrirtæki landsins á sviði leikhúsframleiðslu. Félagið var stofnað árið 2000 utan um framleiðslurétt á Hellisbúanum en félagið á heimsréttinn af sýningunni í dag. Telja má líklegt að ekkert eitt íslenskt fyrirtæki hafi haft starfsemi í fleiri löndum.
Óskar Eiríksson framkvæmdastjóri Leikhúsmógúlsins hreifst mjög af endurbættri og nýrri útgáfu Hellisbúans á Íslandi. ,,Uppfærslan og endurbætur sem við fórum í hér heima undir leikstjórn Emmu Peirson og með Jóel Sæmundsson í hlutverki Hellisbúans var hreint út sagt frábær og viðbrögðin með ólíkindum. Sérstaklega var gaman að sjá að ungt fólk var okkar stærsti hópur hvað varðar miðasölu sem sýnir okkur að uppfærslan tókst vonum framar.   Hægt er að tryggja sér miða á Tix.is