-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Reyndi að stinga lögregluna af á stolna bílnum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Stolna bifreiðin sem lögreglan lýsti eftir í gær er fundin, en svo var ekki síst árverkni borgara fyrir að þakka.
Sá tilkynnti um bifreiðina í austurborginnni, en ökumaður hennar var ekkert á þeim buxunum að stöðva för sín þegar lögreglumenn komu á vettvang og ók rakleiðis áfram.
Úr varð stutt eftirför uns bílþjófurinn nam staðar, en þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum og síðan að fela sig undir annarri bifreið skammt frá. Þar var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð, en þess má geta að hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.