Tékkneskur karlmaður kveikti í sér í dag í miðborg Prag, á Wenceslas-torgi en fyrir 50 árum síðan, kveikti námsmaðurinn og aðgerðasinninn Jan Palach í sér á sama stað. Til þess að mótmæla hernámi Sovétríkjanna á Tékkóslóvakíu.
Vegfarendur náðu að slökkva eldinn og var maðurinn fluttur á sjúkrahús með brunasár á höfði og á höndum og brunasár þekja u.þ.b. 30% af líkama mannsins sem er haldið sofandi.
Lögreglan segir manninn vera fæddan árið 1964 og að hann hafi hellt yfir sig eldfimum vökva og svo kveikt í sér.
Umræða