2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Beindi leisergeisla að flugvél sem var að lenda í Reykjavík

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Um níu leitið í gærkvöld barst lögreglunni tilkynning frá flugturninum í Reykjavik um að grænum leisergeisla hefði verið beint að flugvél sem var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Lögreglan mætti á svæðið og leitaði að gerandanum sem að fannst ekki.
Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 104. Bifreið hafði þar verið ekið upp á umferðareyju og hafnaði á umferðarskilti ov var bifreiðin nokkuð skemmd. Tveir sem voru í bílnum, sáust koma sér í burtu en lögreglan fann þá skömmu síðar og handtók. Báðir voru þeir undir áhrifum fíkniefna og kom í ljós að bifreiðin var stolin og í henni fannst þýfi úr öðrum málum. Voru þeir svo vistaðir í fangageymslu.  Á sömu slóðum voru svo tveir karlmenn á þrítugsaldri handteknir en þeir eru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna og voru þeir vistaðir í fangageymslu.