Önnur mótmæli gulvestunga við Landsbankann bera yfirskriftina: ,,LÆKKIÐ LAUN BANKASTJÓRANS – BURT MEÐ BANKARÁÐIГ
Hópur mótmælenda gekk í hringi fyrir utan Landsbankans í hádeginu í dag, mánudag, og mótmæltu hækkun á launum bankastjórans um 80% á sama tíma og launafólki eru boðin 20 þús. kr.
Gul vesti og gulir litir voru áberandi meðal mótmælenda og á eftir skildu þeir eftir sig gul spor fyrir utan Landsbankann, eins og gert var við Tryggingastofnun á föstudaginn.
,,LÆKKIÐ LAUN BANKASTJÓRANS – BURT MEÐ BANKARÁÐIÐ
Hádegismótmæli við höfuðstöðvar Landsbankans kl. 12:10 mánudaginn 18. Febrúar.
Við mótmælum sjálftöku elítunnar
Bankaráð Landsbankans, banka í eigu almennings, hækkaði laun bandastjórans um 80% svo nú hefur hún laun á við ellefu bankagjaldkera. Sjálftaka elítunnar er óþolandi, vaxandi misskipting í samfélaginu er óþolandi, það er óþolandi að fámennur hópur geti skammtað sér há laun á sama tíma og aðrir fá svo lág laun að þau duga ekki fyrir framfærslu út mánuðinn.
Við mótmælum sjálftöku elítunnar. Við krefjumst þess að laun bankastjórans verði lækkuð og bankaráðið segi af sér. Fólk sem sýnir af sér slíkt dómgreindarleysi á ekki að sitja í bankaráði banka í eigu almennings.
Fylgist með, brátt verður boðað til hádegismótmæla nr. 3“