Landssaband smábátaeigenda bendir á upplýsingar sem birtust á vef Fiskistofu um undarleg kvótaviðskipti:
Trillunni er óheimilt að nota önnur veiðarfæri en línu og handfæri og á enga möguleika á að veiða loðnu
,,Eftirfarandi birtist á heimasíðu Fiskistofu þann 12. febrúar sl.
„Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu á tilboðum sem bárust í aflamarksskipti í febrúar. Alls bárust 54 tilboð, engin tilboð voru afturkölluð í samræmi við 4. gr. reglugerðar nr. 726/2020 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021. Að þessu sinni var 13 tilboðum tekið.“
Hvaða tilboð skildu þetta nú vera? Þau varða skipti á þorski í staðinn fyrir loðnu, norsk-íslenska síld og þorsk í norskri lögsögu.
Þar vekur sérstaka athygli að krókaaflamarksbáturinn Kristján HF lætur frá sér 732 tonn af þorski og fær í staðinn 1.066 tonn af loðnu. Hlutfallið 0,687 sýnir að loðnan er afar dýrmæt um þessar stundir þar sem ígildastuðull hennar var 0,13 á fiskveiðiárinu 2019/2020.
Annar vinkill er sá að veiðigjald fyrir hvert kíló af lönduðum þorski á árinu 2021 er 16,63 kr/kg, en á loðnu var það á síðasta ári 32 aurar. Veiðigjald fyrir loðnu á yfirstandandi ári hefur ekki verið gefið út.
Nú kunna ýmsir að spyrja hvort hægt sé að færa loðnu á krókaaflamarksbát þar sem honum er óheimilt að nota önnur veiðarfæri en línu og handfæri og á því enga möguleika á að veiða loðnu. Mun Fiskistofa geta síðan heimilað flutning loðnunnar af krókaaflamarksbátnum yfir á skip í aflamarki?
Rétt er að vekja athygli á að þó Fiskistofa hafi tekið tilboðunum, þá hefur færsla milli skipa ekki farið fram. Það er því óvíst á þessari stundu hvert framhald þessa máls verður. Boltinn er hjá Fiskistofu.“ Segir LS.