7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Skaut fyrr­ver­andi eig­in­konu og unn­usta henn­ar

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Karl­maður á sex­tugs­aldri vopnaður þrem­ur byss­um skaut sex manns til bana í smá­bæ Mississippi-ríki í Banda­ríkj­un­um í gær. Fyrr­ver­andi eig­in­kona manns­ins er meðal hinna látnu. Rich­ard Dale Crum er tal­inn hafa verið einn að verki og hef­ur lög­regl­an hand­tekið hann, fjallað var um málið á mbl.is.

       Richard Dale Crum. AFP/Tate County Sheriff’s Office
Sam­kvæmt New York Times hóf­ust skotárás­irn­ar klukk­an 11 að staðar­tíma í gær­morg­un þegar að sá grunaði er sagður hafa skotið mann til bana á bens­ín­stöð. Ekki er vitað um tengsl milli þeirra.

Því næst er tal­ið að hann hafi farið á heim­ili í ná­grenn­inu þar sem hann skaut fyrr­ver­andi eig­in­konu sína til bana og særði unn­usta henn­ar. Þá segja rann­sak­end­ur Crum hafa stefnt að húsi ná­granna sinna þar sem að hann skaut mann sem tal­inn er hafa verið stjúp­faðir hans og konu sem ekki er vitað hver er.

Þá skaut hann tvo aðila til viðbót­ar í ná­grenn­inu en annað fórn­ar­lambið sat í bíl og hinn var gang­andi veg­far­andi.