-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Þrír eru lát­nir í skotárás í Utrecht og margir særðir

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þrír eru látnir og nokkrir særðir eftir að maður hóf að skjóta á farþega í sporvagni í hollensku borginni Utrecht nú í morgun. Yfirvöld telja að árásin sé hugsanlega hryðjuverk en maðurinn sem að skaut á fólkið, flúði af vettvangi á bíl og er hans leitað og m.a. eru Þrjár björgunarþyrlur eru komnar í loftið að leita að manninum.

Ekki hef­ur þó verið úti­lokað að hann eigi sér vitorðsmenn. Pieter-Jaap Aal­bers­berg, yf­ir­maður hryðju­verka­varna í Hollandi, hef­ur virkjað sér­stakt hryðju­verkat­eymi til að hafa uppi á árás­ar­mann­in­um.  Á vef BBC segir sjónarvottur að hann hafi séð manninn hafa látið byssukúlum rigna yfir fólkið. Annar sjónarvottur sagðist hafa komið konu til aðstoðar sem hafði verið skotin og flutt hana yfir í bíl sinn. „Þegar lögreglan kom á vettvang var hún meðvitundarlaus.“