5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Leigjendaaðstoðinni hefur borist yfir 13.000 erindi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Leigjendaaðstoðin hefur verið starfrækt í meira en sjö ár á grundvelli samnings við velferðarráðuneytið. Á þeim tíma hafa yfir 13.000 erindi borist Leigjendaaðstoðinni. Borið hefur á því undanfarin ár að aukið hlutfall erinda sem að Leigjendaaðstoðinni berast hafa endað fyrir kærunefnd húsamála og Leigjendaaðstoðin aðstoðað leigjendur við að bera ágreining sinn undir nefndina. Fyrirspurnir er sneru að endurgreiðslu á tryggingarfé við skil á leiguhúsnæði voru áberandi eins og oft áður, ásamt fyrirspurnum er vörðuðu uppsagnir, ástand og viðhald á leiguhúsnæði.

Dæmi um mál hjá Leigjendaaðstoðinni Árið 2018 annaðist Leigjendaaðstoðin milligöngu í 22 málum.

Flest málanna lutu að endurgreiðslu á tryggingarfé, alls 10 mál. Öll fóru þau fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði leigjendum í hag að öllu leyti eða að hluta. Í þeim tryggingarmálum þar sem að Leigjendaaðstoðin annaðist millgöngu stafaði ágreiningurinn fyrst og fremst af ástandi húsnæðis við skil. Þar kom oftast til skoðunnar hvort að um eðlileg slit væru að ræða eða hvort að bótaskylt tjón hafi orðið á leiguhúsnæði í umráðum leigjanda. Mörg málanna sneru einning að því hvort að formskilyrðum húsaleigulaga sé fullnægt.
Dæmi um önnur milligöngumál er Leigjendaaðstoðin annaðist árið 2018 eru mál er vörðuðu skuldbindingargildi samninga þar sem leigusali neitaði að afhenta eign eftir að leigusamningur hafði verið undirritaður, ólögmætar riftanir á leigusamningi, afslátt af leiguverði meðan að stórvægilegar framkvæmdir stóðu yfir, einhliða hækkanir á leiguverði og skiptingu rekstrargjalda.
Í einu málanna hafði ungur leigjandi, nýorðinn lögráða og að stíga sín fyrstu skref á leigumarkaði, skrifað undir úttektarskjal frá starfsmanni leigusala án þess að átta sig á efni þess. Kom í ljós að hann hafði samþykkt áætlaðan þrifa- og málningarkostnað að fjárhæð 172.000 kr. Leigjendaaðstoðin annaðist milligöngu í máli leigjanda og komst í kjölfar á samkomulag milli aðila með umtalsvert lægri kostnaði.
Leigjandinn kom nokkrum sinnum á skrifstofu aðstoðarinnar og fékk aðstoð við að skrifa tölvupósta og undirbúa mál sitt. Í framhaldi voru einnig samskipti í gegnum síma og tölvupóst. Málið tók tæpar tvær vikur í meðferð þar til niðurstaða fékkst og unnu lögfræðingar Leigjendaaðstoðarinnar að því í samtals 6 klukkustundir. Annað mál varðaði erlendan leigjanda sem fór ásamt fjölskyldu sinni í sumarfrí til heimalands síns. Þegar að heim var komið barst honum tilkynning frá leigusala þess efnis að eignin yrði seld á nauðungarsölu og að hann þyrfti að fara út sem allra fyrst.
Eftir að leigjandi hafði skilað eigninni hafnaði leigusali því að endurgreiða honum tryggingarféð. Ítrekaðar milligöngutilraunir skiluðu ekki tilætluðum árangri og Leigjendaaðstoðin undirbjó málsgögn fyrir kærunefnd húsamála sem komst að þeirri niðurstöðu að leigusala bæri að endurgreiða tryggingarféð að fullu. Málið var rúma sex mánuði í vinnslu og vörðu starfmenn samtals 14 klukkustundum í það. Hér má lesa ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar