Veðurhorfur á landinu
Sunnan 8-13 og rigning með köflum, en hægari og þurrt austanlands. Sunnan 13-20 m/s síðdegis, hvassast um landið norðvestanvert, og víða rigning eða súld, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hægt hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig seint í dag. Spá gerð: 18.03.2019 00:44. Gildir til: 19.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 m/s, hvassast við suðurströndina. Skúrir og síðar él, en léttskýjað austanlands. Hiti 1 til 5 stig, en nálægt frostmarki um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðvestan 8-15 m/s og él en þurrt og bjart norðaustantil. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst
Á fimmtudag og föstudag:
Suðvestanátt, víða 8-13 en 13-18 á Vestfjörðum með köflum. Élgangur, en léttskýjað norðaustanlands. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust með suðurströndinni.
Á laugardag:
Hvöss suðvestanátt og él, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt og björtu veðri, en dálítil él norðanlands. Kólnar talsvert.
Spá gerð: 17.03.2019 20:42. Gildir til: 24.03.2019 12:00.