Ástæða til að hækka 650 þúsund króna þakið sem lagt er til í frumvarpinu
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, fjallaði um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og ábyrgðarsjóð launa á Alþingi og vill minnka skerðingar á heildargreiðslum til launþega ofl.
,,Það er mikilvægt að skoða sérstaklega hvort ekki sé ástæða til að hækka 650 þúsund króna þakið sem lagt er til í frumvarpinu, víkja frá því að 80% þak verði á heildargreiðslum til launþega en slíkt viðmið mun koma sérstaklega illa niður á tekjulægstu hópunum. Rýmka þarf heimilt fyrirtækja og launþegar til að lækka starfshlutfall þannig að lækkað hlutfall geti farið alla leið niður í 25% starf í stað 50% starfshlutfalls eins og lagt er til í frumvarpinu.
Að endingu þarf að tryggja að launþegar sem nýta þessa lausn og fara tímabundið í lækkað starfshlutfall njóti réttinda út frá upphaflegu starfshlutfalli komi til þess að starfsmaður verði atvinnulaus til lengri tíma í framhaldi af lækkun starfshlutfalls. Það er áhættuminna að yfirskjóta en undirskjóta í þeim aðgerðum sem nú eru á borðinu.“ Sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins m.a. í ræðu sinni.
https://www.facebook.com/midflokkur/videos/527929328143522/
https://gamli.frettatiminn.is/fresta-tharf-afborgunum-a-husnaedislanum-i-sex-manudi-og-taka-verdtrygginguna-ur-sambandi/