Tveir miðahafar skiptu með sér 1. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmar 6.408 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Noregi og Finnlandi. Tveir skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 285 milljónir í vinning, miðarnir voru keyptir Eistlandi og Þýskalandi.
Sjö voru með þriðja vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 22,7 milljónir í vinning, miðarnir voru keyptir Póllandi, 3 í Danmörku og 2 í Þýskalandi. Heppinn Íslendingur var einn af þeim 91 sem skiptu með sér 4. vinning og hlýtur hann rúmar 582 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á Lotto.is. Einn var með fjórar réttar tölur í Jóker og fær 100 þúsund í vinning, miðinn var keyptur á Lotto.is
Discussion about this post