-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Áfeng­ismis­notk­un aldraðra er fal­inn vax­andi vandi

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hildur Þórarinsdóttir, læknir hjá SÁÁ, hélt erindi á Læknadögum þar sem hún fjallaði um áfengismisnotkun aldraðra en margt bendir til þess að um falinn og vaxandi vanda sé að ræða. 

Hildur segir að ekki sé óalgengt að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm á efri árum. „Það breytast ákveðnir hlutir þegar fólk eldist. Þegar það fer út af vinnumarkaði og missir félagsleg hlutverk. Eða verður veikt eða veikindi maka koma upp, þá eykst drykkjan og með aukinni drykkju aukast líkur á að fólk þrói með sér fíknisjúkdóm.“
Hér á eftir fer viðtalið sem Þór­unn Kristjáns­dótt­ir, blaðamaður á mbl, tók við Hildi Þórarinsdóttur, lækni hjá SÁÁ, og birtist fyrst á mbl. og á vef SÁÁ.
Áfeng­ismis­notk­un aldraðra er fal­inn vax­andi vandi. Lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk þurfa að vera meðvitað um þessa stöðu og spyrja sjúk­linga út í notk­un áfeng­is þegar það er meðhöndlað vegna annarra kvilla. „Það er mik­il­vægt að fá þess­ar upp­lýs­ing­ar svo fólk fái rétt­ar sjúk­dóms­grein­ing­ar, sé vísað í viðeig­andi úrræði og þannig aukast lík­urn­ar á að fólk ná heilsu aft­ur,“ seg­ir Hild­ur Þór­ar­ins­dótt­ir, lækn­ir á öldrun­ar­deild Land­spít­al­ans og SÁÁ í er­indi sínu; Áfeng­ismis­notk­un aldraðra: Fal­inn vax­andi vandi, í mál­stofu um geðlyfjameðferð og fíkni­vandi aldraðra.
Áfeng­isneysla þjóðar­inn­ar hef­ur auk­ist jafnt og þétt á síðustu árum en það sýna meðal ann­ars sölu­töl­ur áfeng­is. Drykkju­mynst­ur fólks hef­ur einnig breyst, fleiri drekka dag­lega og kon­ur drekka í rík­ari mæli en þær gerðu á árum áður. Í jöfnu hlut­falli við aukna neyslu eru sí­fellt fleiri sem glíma við áfeng­is­vanda og eru aldraðir eng­in und­an­tekn­ing á því. Til að mynda sóttu 90 ein­stak­ling­ar sem voru eldri en 60 ára áfeng­is­meðferð SÁÁ árið 2001 en árið 2016 voru þeir 160. „Þessi þróun er í takt við að þjóðin er að eld­ast,“ seg­ir Hild­ur.
Þarf að spyrja nán­ar út í áfeng­isneyslu
Á bil­inu 10 til 14% af ís­lensk­um karl­mönn­um á aldr­in­um 50 til 60 ára og 5% af kon­um á sama aldri hafa farið í meðferð hjá SÁÁ. Tals­verðar lík­ur eru á að þessi hóp­ur þurfi á lækn­isþjón­ustu að halda ein­hvern tíma í framtíðinni. „Það er því ekki síður mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að spyrja hvers vegna ein­stak­ling­ur­inn drekki ekki áfengi. Mann­eskj­an gæti verið með fíkni­sjúk­dóm og í bata. Þá þarf að taka til­lit til þess bata og gefa til dæm­is ekki ávana­bind­andi lyf nema í al­gjörri neyð og eins hvetja mann­eskj­una til að bæta í bata­pró­grammið sitt meðan það geng­ur í gegn­um veik­indi.“
Falinn vandi
„Þetta er falið vanda­mál og mik­il skömm fylg­ir þessu því fólki finnst þetta tabú. Þess vegna þarf heil­brigðis­starfs­fólk að taka sér tak í spyrja út í þessa hluti,“ seg­ir Hild­ur. Í þessu sam­hengi bend­ir hún á að er­lend­ar rann­sókn­ir sýni að aðeins um 7% fólks sem er með fíkni­vanda er vísað í rétt úrræði sem þeim hent­ar. En hér á landi er þetta hlut­fall betra því aðgengi að meðferð og úrræðum er betra.
Óhóf­leg neysla ýtir und­ir ótím­bær dauðsföll
Rann­sókn­ir sýna að þrátt fyr­ir að ein­stak­ling­ur sé ekki kom­inn með fíkni­sjúk­dóm þá eyk­ur óhóf­leg áfeng­isneysla lík­ur á ótíma­bær­um dauðsföll­um, slys­um, ýms­um teg­und­um krabba­meina og ger­ir aðra sjúk­dóma verri viður­eign­ar. Auk þess auk­ist kvíði og þung­lyndis­ein­kenni. Þá eru ný­leg­ar rann­sókn­ir að sýna að áfeng­is­drykkja er tengd hrörn­un í svæðum sem tengj­ast minni og fólk sem drekk­ur kem­ur verr út úr ýms­um vit­ræn­um próf­um sam­an­borið við þá sem drekka ekki.
Hún bend­ir á að viðeig­andi meðferðarúr­ræði séu til staðar fyr­ir þenn­an hóp bæði á veg­um SÁÁ og Land­spít­al­ans. Lækn­ar geta ávallt vísað skjól­stæðing­um sín­um á göngu­deild­ir til viðtala og einnig inn­lagn­ir hjá LSH og SÁÁ. Nú þegar eru sér­úr­ræði hjá SÁÁ fyr­ir þenn­an elsta hóp og hægt er að gera enn bet­ur fyr­ir þenn­an hóp, að sögn Hild­ar.
Aldraðir eru viðkvæm­ir í afeitrun og er hætt­ara við fylgi­kvill­um. Eldra fólk svara hins veg­ar meðferð vel. „Eldra fólk ekki síður en yngra tek­ur vel við meðferðinni og það vill breyta og til­einka sér nýja hluti,“ seg­ir Hild­ur í viðtalinu sem var tekið árið 2018.