3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Yfirlýsing frá Hundaræktarfélagi Íslands vegna lokunar MAST á starfsemi á Dalsmynni

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Hundaræktarfélag Íslands er mótfallið starfsemi líkt og þeirri sem hefur verið rekið á jörðinni Dalsmynni um árabil og fagnar þeirri ákvörðun MAST að stöðva hana á grundvelli laga um velferð dýra

Starfsemi svokallaðra hundaprangara og hvolpaverksmiðja (e. puppy farmers) er andstæða ábyrgrar hundaræktunar, en Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga skilgreina slíka aðila sem fólk sem rekur starfsemi þar sem hundar eru keyptir og seldir fyrir efnahagslegan ágóða og án þess þess að dýrin fái viðeigandi umönnun.
Slík starfsemi er fordæmd hjá siðmenntuðum þjóðum og ætti ekki að líðast á Íslandi.
Hundaræktendur sem standa undir nafni, bera ávalt heilsu og vellíðan ræktunardýra og afkvæma þeirra fyrir brjósti. Ræktendur Hundaræktarfélags Íslands undirgangast vel skilgreindar lágmarkskröfur sem miða að því að tryggja þetta og ræktunin og val á nýjum eigendum byggir alltaf á því að hvolpurinn geti átt gott og ánægjuríkt líf til gagnsemi og gleði fyrir eigandann og samfélagið.
FH. Hundaræktarfélags Íslands,  Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ
Hér að neðan má nálgast undirritað PDF skjal með yfirlýsingunni og hér er tengil á frétt Matvælastofnunar um lokun starfseminnar sem um ræðir.