Maðurinn sem er 48 ára gamall og er skotveiðimaður, sagðist hafa talið að um dýr hefði verið um að ræða
Veiðimaðurinn neitar því að hann hafi séð að maður væri í sjónauka riffilsins, þegar hann skaut 76 ára mann, að nafni Olle Rosdahl sem var að skokka.

48 ára gamall maður var ákærður fyrir tilraun til morðs, en hefur nú verið sýknaður. Í dómi héraðsdóms Helsingborgar kemur fram að veiðimaðurinn sé dæmdur um stórkostlegt gáleysi og brot á skotveiðalögum.
Manninum var sleppt úr haldi strax eftir réttarhöldin við héraðsdómstól Helsingborgar í byrjun apríl en dómurinn var kveðinn upp í dag. Krafist var tólf ára fangelsis yfir norska veiðimanninum fyrir að skjóta á gamlan mann sem var á skemmtiskokki. Ekki hefur verið ákveðið hvort að dómnum verði áfrýjað. Veiðimaðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða 700.000 íslenskar krónur í bætur til skokkans.
Saksóknarinn Ola Lavie, sagði. ,,Ég þarf að lesa í gegnum dóminn í friði og ró og ræða það við rannsakendur, og svo munum við sjá til. Ég kynni enga ákvörðun núna, segir Lavie.
Lögmaður veiðimannsins, Jorge Concha, var létt yfir því að héraðsdómur hafi ekki dæmt skjólstæðing sinn fyrir morð. ,,Hann hafði engin áform um að skaða eða drepa neinn“, segir Concha. Hann mun nú fara í gegnum úrskurðinn með norska veiðimanninninum og ólíklegt er að þeir muni áfrýja dómi. – ,,Við höfum engin áform um það“.
Hér er hægt að skoða myndband veiðimannsins