Hugleiðingar veðurfræðings
Dagurinn byrjar rólega, hæg breytileg átt og víða bjart með köflum. Lægð milli Írlands og Íslands, sem er á norðurleið, nálgast austurhluta landsins og veldur þar vaxandi norðanátt með rigningu og slyddu eftir hádegi. Hiti frá einu stigi fyrir austan til 10 stiga syðst. Minnkandi úrkoma og vindur á norðaustanverðu landinu á morgun en annars austlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Svo kemur ný lægð frá suðvestri um kvöldið með vaxandi suðaustanátt Suðvestanlands. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag verður stíf suðaustanátt með rigningu Sunnan- og Vestanlands en bjart og þurrt norðantil. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Veðuryfirlit
300 km SV af Færeyjum er 997 mb lægð sem þokast N, en á Grænlandshafi er nærri kyrrstæð 1000 mb lægð sem grynnist smám saman. Skammt NA af Nýfundnalandi er 994 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 18.04.2022 07:38.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt 5-13 m/s seinnipartinn og rigning eða snjókoma með köflum austanlands, annars yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 11 stig yfir daginn, mildast sunnantil.
Dregur úr vindi á morgun og styttir smám saman upp um landið norðaustanvert. Víða léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en snýst í vaxandi suðaustanátt annað kvöld og þykknar upp.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn. Hægviðri og léttskýjað á morgun, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp annað kvöld.
Spá gerð: 18.04.2022 10:20. Gildir til: 20.04.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum, einkum sunnantil, en hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Austan og suðaustan 3-10 og víða bjartviðri, en skýjað með köflum með suður- og austurströndinni. Hiti 5 til 13 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Kólnar heldur.