Hugleiðingar veðurfræðings
Skammt suðvestur af Reykjanesi er lægð, sem hreyfist norðaustur yfir landið í dag. Lægðinni fylgja úrkomusvæði, sem rignir úr, einkum sunnan- og vestanlands. Vestlægari vindar með kvöldinu og víða þokuloft eða súld, en skúrir suðaustantil.
Við Nýfundnaland er ört vaxandi lægð, sem hreyfist allhratt norðnorðaustur á bóginn og verður með dýpsta móti þegar hún hreyfist norðaustur Grænlandssund. Í fyrramálið vex vindur úr suðri þegar lægðin nálgast og fer aftur að rigna, en snýst í allhvassa eða hvassa suðvestanátt og bætir í regnið síðdegis. Helst þó lengst af þurrt norðaustantil. Nokkuð hlýtt í veðri í dag og á morgun, einkum þó á Norðausturlandi. Reikna má með snörpum vindhviðum norðvestantil síðdegis á morgun og eru því ökumenn hvattir til að fara varlega á þeim slóðum, einkum ef ökutækin taka á sig mikinn vind.
Áfram suðvestanátt um helgina og því miður ekkert hlé á vætutíðinni. Kólnar síðan í þokkabót heldur í veðri. Spá gerð: 18.05.2023 06:55. Gildir til: 19.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan og síðar sunnan 8-13 m/s og víða rigning í dag, en úrkomulítið norðaustantil. Vestlægari og þokusúld seinnipartinn, en hvessir suðaustanlands með skúrum seint í kvöld. Gengur í suðvestan 13-20 m/s með rigningu síðdegis á morgun, hvassast norðvestantil, en bjart með köflum fyrir austan.
Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 18.05.2023 04:48. Gildir til: 19.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestan 13-18 m/s og skúrir eða dálítil rigning, en hægara og bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, mildast norðaustantil.
Á sunnudag:
Stíf suðlæg átt og talsverð rigning, en úkomuminna norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á mánudag:
Vestlæg átt og víða rigning með köflum. Hiti 5 til 11 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir stífa suðvestanátt og rigningu. Milt veður.
Á miðvikudag:
Líklega vestanáttir með skúrum eða jafnvelslydduéljum, en þurrviðri austantil. Kólnandi veður.
Spá gerð: 18.05.2023 08:44. Gildir til: 25.05.2023 12:00.