• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Föstudagur, 2. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Lægð fer yfir landið í dag og önnur á leiðinni

Ökumenn hvattir til að fara varlega - Kólnar síðan í þokkabót

ritstjorn by ritstjorn
18. maí 2023
in Fréttir, Innlent
0
Lægð fer yfir landið í dag og önnur á leiðinni
Share on FacebookShare on Twitter

Hugleiðingar veðurfræðings

Skammt suðvestur af Reykjanesi er lægð, sem hreyfist norðaustur yfir landið í dag. Lægðinni fylgja úrkomusvæði, sem rignir úr, einkum sunnan- og vestanlands. Vestlægari vindar með kvöldinu og víða þokuloft eða súld, en skúrir suðaustantil.
Við Nýfundnaland er ört vaxandi lægð, sem hreyfist allhratt norðnorðaustur á bóginn og verður með dýpsta móti þegar hún hreyfist norðaustur Grænlandssund. Í fyrramálið vex vindur úr suðri þegar lægðin nálgast og fer aftur að rigna, en snýst í allhvassa eða hvassa suðvestanátt og bætir í regnið síðdegis. Helst þó lengst af þurrt norðaustantil. Nokkuð hlýtt í veðri í dag og á morgun, einkum þó á Norðausturlandi. Reikna má með snörpum vindhviðum norðvestantil síðdegis á morgun og eru því ökumenn hvattir til að fara varlega á þeim slóðum, einkum ef ökutækin taka á sig mikinn vind.
Áfram suðvestanátt um helgina og því miður ekkert hlé á vætutíðinni. Kólnar síðan í þokkabót heldur í veðri. Spá gerð: 18.05.2023 06:55. Gildir til: 19.05.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu
Suðaustan og síðar sunnan 8-13 m/s og víða rigning í dag, en úrkomulítið norðaustantil. Vestlægari og þokusúld seinnipartinn, en hvessir suðaustanlands með skúrum seint í kvöld. Gengur í suðvestan 13-20 m/s með rigningu síðdegis á morgun, hvassast norðvestantil, en bjart með köflum fyrir austan.
Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 18.05.2023 04:48. Gildir til: 19.05.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestan 13-18 m/s og skúrir eða dálítil rigning, en hægara og bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, mildast norðaustantil.

Á sunnudag:
Stíf suðlæg átt og talsverð rigning, en úkomuminna norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á mánudag:
Vestlæg átt og víða rigning með köflum. Hiti 5 til 11 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir stífa suðvestanátt og rigningu. Milt veður.

Á miðvikudag:
Líklega vestanáttir með skúrum eða jafnvelslydduéljum, en þurrviðri austantil. Kólnandi veður.
Spá gerð: 18.05.2023 08:44. Gildir til: 25.05.2023 12:00.

Discussion about this post

  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þetta er ógeðslegt þjóðfélag“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?