Mannréttindasamtök og fyrirtækið sjálft mótmæla lagasetningunni harðlega. Ríkisþingið samþykkti lögin um miðjan apríl en ríkisstjórinn Greg Gianforte staðfesti þau í gær. Talið er að löggjöfin verði prófraun á allsherjarbann við notkun TikTok í Bandaríkjunum. Fólk ver nærri því jafn miklum tíma á TikTok og á Netflix.
Ríkisútvarpið fjallaði ítarlega um málið og þar segir að þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa lengi íhugað þann möguleika, en TikTok nýtur mikillar hylli notenda. Þegar liggur fyrir frumvarp sem heimilar aukið eftirlit með kínverskum tæknifyrirtækjum auk þess sem þrýst hefur verið á að eignarhald TikTok færist frá Kína. Ella verði miðillinn alfarið bannaður í Bandaríkjunum. Stjórnvöld telja miðilin notaðan til að safna upplýsingum um notendur og færa þær kínverskum stjórnvöldum.
Discussion about this post