Klukkan 22:10 í gærkvöld, var tilkynnt um umferðarslys í Ártúnsbrekku. Þegar að lögregla kom á vettvang kom í ljós að ofurölvi ökumaður hafði missti stjórn á bifreið sinni sem endaði með bílveltu.
Ökumaðurinn slapp ótrúlega lítið meiddur og eftir skoðun á slysadeild var hann vistaður í fangageymslu.
lögreglan þyrfti að hafa afskipti af fjórum öðrum ökumönnum sem voru grunaðir um ölvuðn eða fíkniefnavímu. Þar af var einn ökumaður stöðvaðaður í Breiðholti grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Á lögreglustöð sýndi í fíkniefnaprófi, jákvæða svörun við 3 tegundum fíkniefna. Ökumaðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku.