,,Málin leystust um leið og systir mín mætti á svæðið. Það er ekki í fyrsta skipti.“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar að systir hans, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir tók við sem þingmaður, í fjarveru Gunnars Braga Sveinssonar.
En samkomulag um afgreiðslu mála á Alþingi og þinglok er í höfn í dag, sama dag og Nanna Margrét systir Sigmundar Davíðs tók sæti á Alþingi.
Samið var um að fresta þriðja orkupakkanum þar til í lok ágúst og því fagnar formaður Miðflokksins. Þá verður gildistöku frumvarps um innflutning á fersku kjöti frestað.
Umræða