Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.911
Enginn var með allar aðaltölurnar auk stjörnutalnanna að þessu sinni og flyst því vinningsupphæðin sem verður um 6,9 milljarðar, yfir á 1. vinning í næstu viku. Fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 60,8 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Póllandi, Slovakíu og þrír í Þýskalandi.
Þá voru 6 miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 17,8 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Spáni, Póllandi og tveir í Þýskalandi. Af þeim 42 sem deila með sér 4. vinningi er einn Íslendingur. Vinningshafinn fær 852 þúsund krónur í vinning en miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Tveir voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur á N1, Búðargötu 5 á Reyðarfirði og hinn miðinn var í áskrift.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.911.
Discussion about this post