Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt sem leið. Frá kl. 17:00 til 05:00 voru um 80 mál skráð í lögreglukerfinu.
Nokkur fjöldi hávaða- og ölvunarútkalla var sinnt vítt og breytt um umdæmið. Einnig var nokkuð um tilkynningar um slys á einstaklingum eftir fall af Hopphlaupahjólum. Fimm aðilar gistu fangageymslur lögreglu eftir nóttina. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og/annarra vímugjafa. Þá var töluverður fjöldi fólks í miðborg Reykjavíkur, en veður var gott.
- Lögreglustöð 1 Austurbær Vesturbær Miðborg Seltjarnarnes
- Tilkynnt um aðila sofandi á bekk í miðborginni. Hann vakinn upp.
- Aðili handtekinn eftir að hafa hlaupið inn á Laugardalsvöll, eftir að landsleik Íslands og Sloveníu lauk. fluttur á lögreglustöð og sleppt að viðræðum loknum.
- Nokkrar líkamsárásir voru tilkynntar í nótt sem leið.
- Lögreglustöð 2 Hafnarfjörður Garðabær
- Tilkynning kom um eld í gróðri. Ekkert að sjá.
- Tilkynnt um eld í pappakassa. Engan eld að sjá.
- Lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt
- Tilkynnt var um mann sofandi ölvunarsvefni í rúmi inni á stigagangi. Honum vísað úr húsinu.
- Þá var tilkynnt um mann sofandi í vegkanti. Hann vakinn upp.
- Tilkynnt var um berfætta konu á gangi. Henni ekið til síns heima.
- Lögreglustöð 4 Grafarvogur Árbær Mosfellsbær
- Tilkynnt var um heimilisofbeldi er lögregla sinnti.
- Lögregla sinnti einu umferðarslysi og skráninganúmer voru klippt af einu ökutæki vegna þess að aðalskoðun hafði verið vanrækt.
- Tilkynnt var um hópasöfnun og háreisti frá ungmennum.
- Lögregla aðstoðaði er kerra losnaði aftan af bíl og rúllaði út af veginum án þess að valda skaða eða tjóni.
Umræða