Hugleiðingar veðurfræðings
Hæg suðlæg eða breytileg átt í dag. Á vestanverðu landinu verður dálítil rigning og hiti á bilinu 8 til 15 stig, en eftir hádegi bætir í úrkomuna. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar allvíða bjart veður með hita yfir 20 stigum þar sem best lætur, en þar má þó búast við einhverjum síðdegisskúrum. Áfram hægur vindur á morgun og rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt um landið austanvert. Það kólnar heldur, en hitinn slagar þó líklega í 20 stig á Austurlandi.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Víða rigning á vestanverðu landinu og hiti 8 til 15 stig. Bjart með köflum á Norðaustur- og Austurlandi og hiti 12 til 23 stig, en líkur á síðdegisskúrum. Norðlægari á morgun og víða dálítil væta, en yfirleitt þurrt um landið austanvert. Úrkomuminna annað kvöld og kólnar heldur.
Spá gerð: 18.06.2023 09:59. Gildir til: 20.06.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðlæg átt 5-13 og rigning víðast hvar, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 4 til 9 stig, en 9 til 15 stig um sunnanvert landið.
Á miðvikudag (sumarsólstöður):
Norðlæg eða breytileg átt 5-10 og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnantil.
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10, skýjað og úrkomulítið en víða bjartviðri norðantil. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg og væta með köflum, en úrkomulítið um norðanvert landið. Hlýtt í veðri.
Spá gerð: 18.06.2023 09:09. Gildir til: 25.06.2023 12:00.