Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s. Rigning um austanvert landið en bjart með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti víða 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austan og norðaustan 5-10. Súld suðaustantil, en síðdegisskúrir um sunnanvert landið, annars þurrt að mestu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á sunnudag:
Austanátt og dálítil væta, en þurrt að mestu um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðaustanátt og lítilsháttar rigning eða súld austantil, skúrir um landið SV-vert, en yfirleitt þurrt norðvestantil á landinu. Áfram svipað hitastig.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt og úrkomulítið, en síðdegisskúrir á Suðurlandi. Hiti frá 8 til 16 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálítil væta um sunnanvert landið, en annars þurrt að kalla. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast vestantil.
Á fimmtudag:
Útilit fyri hæga breytilega eða austlæga átt, bjart veður og svipaðan hita.