Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu
Norðan 10-18 m/s, hvassast á S-verðu landinu, einkum við fjöll. Rigning á N-verðu landinu sums staðar talsverð eða mikil og jafn vel slydda, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og úrkomu NV-til í kvöld og nótt síðar einnig á NA-landi.
Norðvestan 8-15 m/s og skýjað með köflum á morgun, en sums staðar hvassara SA-lands framan af degi. Dálítil væta NA-til, en annars skýjað með köflum og hlýnar á V-helmingi landsins. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast á SA-landi en svalast NA-lands. Spá gerð: 18.07.2020 15:23. Gildir til: 20.07.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Um 250 km austur af Dalatanga er heldur minnkandi 993 mb lægð, sem þokast ANA, en 400 km NA af Jan Mayen er 999 mb smálægð á hægri SV-leið. Yfir Grænlandi er 1030 mb hæð, en á Grænlandshafi er vaxandi hæðarhryggur, sem mjakast NA.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 8-15 m/s fram eftir kvöldi, en dregur síðan heldur úr vindi. Hæg vestlæg átt á morgun. Skýjað með köflum og hiti 7 til 12 stig.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag og þriðjudag:
Vestlægar áttir, 3-8 m/s, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti víða 10 til 17 stig, hlýjast á SA-landi.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, dálítil væta á víð og dreif og áfram hlýtt í veðri.
Spá gerð: 18.07.2020 08:34. Gildir til: 25.07.2020 12:00.