1.6 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Norðmenn saka Boeing um svik í 1830 milljarða viðskiptum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

„Gróf vanræksla, sviksemi og samningsbrot“

Norwegian lögsækir Boeing flugvélaframleiðandann. Yfirmaður Norwegian er Jacob Schram  Mynd: E24 viðskiptablaðið í Noregi

Flugfélagið Norwegian leggur fram harðar ásakanir í málsókn á hendur Boeing, eftir að pöntun á 97 þotum var afpöntuð af félaginu.
Á mánudag stóð Norwegian við aðvörun sína um málshöfðun, og höfðaði formlega mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Skjöl frá héraðsdómi í Norður-Ameríku í Illinois, sem viðskiptablaðið E24 hefur fengið aðgang að, sýna að norska flugfélagið og dótturfyrirtæki þess, Arctic Aviation Assets DAC standa saman að lögsókn gegn flugvélaframleiðandanum Boeing.
Norwegian tilkynnti málsóknina í tengslum við að flugfélagið hætti við pöntun á 97 þotum frá Boeing, sem samkvæmt upplýsingum Boeing er uppá 12,65 milljarða dollara, eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Lögfræðingur skrifar í  greinargerð, að málsóknin sé vegna „grófrar vanrækslu, sviksemi og samningsbrota“ af hálfu Boeing, tengdum kaupum á 737 Max og 787 Dreamliner flugvélunum framleiðandans.
„Í stað þess að afhenda það sem þeir lofuðu hefur Boeing vísvitandi afvegaleitt og sleppt að upplýsa um málefni er varða kaupin, sýnt gróft gáleysi og staðið að vafasamri framleiðslu og framleitt flugvélar með verulega skert gildi og notagildi, sem í tilfelli Max-flugvélarinnar höfðu hörmulegar og banvænar afleiðingar,“ skrifar lögmaður Norwegian m.a. í málsókninni.

Eintóm lygi

Norwegian telur sig eiga rétt á endurgreiðslu á fyrirframgreiðslum sem þegar hefur verið greidd, sem og bætur fyrir öll kostnaðarsömu vandamálin sem hafa fylgt 737 Max og 787 Dreamliner vélaunum. Lögfræðingurinn skrifar jafnframt um það í greinargerð sinni, að kynning Boeing á Max-flugvélunum „hafi verið full af lygum“ án þess að Norðmenn væru meðvitaðir um það og beitt þannig blekkingum.
Boeing beitti þrýstingi á verkfræðinga sína frá upphafi í áætlun sem hljóðaði upp á að framleiða mikið magn frekar gæði, sannað er að þeir beittu brögðum til að fá FAA til að samþykkja hönnun flugvélarinnar á grundvelli yfirlýsinga frá eigin starfsmönnum og styttu sér kerfisbundið leiðina með mjög gölluð hönnunarferli sem gerði flugvélarnar hættulegar“, segir lögmaðurinn.
FAA er skammstöfun bandaríska flugmálayfirvalda, sem ber ábyrgð á samþykki gerð loftfarsins. Max-flugvélarnar voru seldar um allan heim í mars á síðasta ári. Eftir tvö slys á fimm mánuðum þar sem 346 manns fórust. Það eru ekki aðeins Max flugvélarnar sem hafa skapað vandamál fyrir flugfélög um allan heim, heldur einnig 787 Dreamliner flugvélarnar. Flugvélin átti fyrst í vandræðum með ofhitnun rafgeyma í flugtaki. Þá kom í ljós að hreyflar frá Rolls-Royce áttu einnig í vandræðum og þurfti oft að skoða og þjónusta vegna þessa.
Lögfræðingar norska kaupandans fullyrða um Dreamliner-flugvélarnar að Boeing hafi „neitað að takast á við vandamálin“ við framleiðslu flugvélarinnar. Þeim hefði í staðinn verið boðið að fá fimm Dreamliner-flugvélar til viðbótar „sem Boeing veit að eru gallaðar og sem líklega verða ekki í fullri notkun, vegna viðhalds í að minnsta kosti 20 prósent af tímanum“, að sögn lögfræðingsins.
Norwegian fer fram á það að dómstólar dæmi samkvæmt kröfugerð flugfélagsins gegn Boeing sem eru sjö liðum. Fjórir liðir kröfunnar tengjast óskum Norwegian um að hætta við kaupsamninginn á 97 flugvélum Boeing og þjónustusamningum þeim tengdum.
Einnig er krafist skaðabóta vegna óþæginda sem eru „vegna brota Boeing sem og samningsbrota“, fjárkrafan hljóðar upp á þá fjárhæð sem þarf að ákveða fyrir dómi. Flugfélagið mun einnig hafa greitt málskostnað sem það krefst endurgreiðslu á.
Boeing hefur ekki enn brugðist við ítrekaðri beiðni viðskiptablaðsins E24 um umsögn vegna málsins. Þegar Norwegian tilkynnti um málsóknina og felldi einhliða niður milljarða pöntun á vélum Boeing, lýsti verksmiðjan því yfir að það myndi ekki tjá sig um „viðskiptalegar umræður“ sem það ætti við viðskiptavini sína.
Norwegian Air Shuttle er gamall viðskiptavinur Boeing, eins og með marga aðra í flugrekstri, þá eru nú uppi krefjandi tímar og við erum við að vinna að því að feta okkar braut, sagði talsmaður Boeing við E24.
https://e24.no/boers-og-finans/i/50PJ0O/norwegian-anklager-boeing-for-svindel-og-kontraktsbrudd?utm_source=facebook&utm_content=deleknapp&utm_campaign=bunn&utm_medium=social%20media&fbclid=IwAR2vkSiCVXIH_waoUCOsn7kdrexQYdhWMqlC5fAoBKlIaizihHPwZOLMWgU

Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar