3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Lögreglan leitaði að manni vopnuðum haglabyssu

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 
Fjölmennt lið Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt. Lögreglu barst tilkynning um mann vopnaðan haglabyssu í hverfinu um ellefuleytið í gærkvöld. Lögregla tók tilkynninguna mjög alvarlega og viðbúnaður mikill.
Eftir um eins og hálfs klukkustundar ítarlega leit var henni hætt, án árangurs. Lögregla nýtti einnig myndefni úr öryggismyndavélum í hverfinu, en það skilaði heldur ekki árangri að sögn lögreglu.
Um klukkan 18:00 í gær varð umferðaróhapp í austurbæ Reykjavíkur. Engin meiðsli á fólki en annar ökumaðurinn reyndist vera ölvaður og því handtekinn.Um 19:30 var tilkynnt um konu sem lét ófriðlega og var að veitast að fólki. Hún var handtekinn og færð á lögreglustöð þar sem henni var sleppt eftir viðræður.
Rétt fyrir miðnætti handtók lögreglan karlmann sem stóð úti á götu fyrir framan umferð og kastaði af sér þvagi á götuna. Maðurinn var mjög ölvaður og handtekinn og látinn sofa úr sér á lögreglustöðinni en hann má m.a. búast við að fá sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur.
Rétt eftir miðnætti var ökumaður stöðavður á Sæbrautinni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og um klukkan 02:00 var annar ökumaður handtekinn í austurbæ Reykjavíkur grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Um klukkan fjögur í nótt var svo ökumaður handtekinn í austurbæ Reykjavíkur grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Skömmu fyrir fimm í morgun, var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbænum. Lögreglan handtók tvo menn vegna rannsóknar málsins en meiðsli árásarþola reyndust ekki vera alvarleg.
Um klukkan 02:30 var tilkynnt um mann sem var að reyna að brjóta sér leið inn í hús í Hafnafirði. Maðurinn var ölvaður og gaf litlar skýringar gefið á athæfi sínu og því handtekinn. Þá voru tveir ökumenn handteknir í Hafnafirði grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Aðrir tveir ökumenn voru svo handteknir í Breiðholti grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.