Kreppa er skollin á og ríkisstjórninni ber að vernda störf og fyrirtæki stór og smá

Þá er búið að svíkja loforð um 48 daga til strandveiða og á meðan þessi útgerðaflokkur einyrkja er sendur í land, er til byggðakvóti sem er ætlaður byggðum landsins.
Jú reglurnar til að fá úthlutað úr honum er eitt tonn á móti tonni. Sem sagt þessi pottur er einungis ætlaður útgerðum sem eiga nægar veiðiheimildir til að hefja sínar veiðar.
Á meðan eru kvótalausar útgerðir, sem sæju sér hag í að geta leigt þessar heimildir frá þjóðinni, fyrir sanngjarnt gjald. Í staðinn er úthlutað á þær útgerðir þessum heimildum sem er byggðapottur og fyrir NÚLL KRÓNUR.

Þeir fara svo með úthlutun í tegundatilfærslu og fleiri hundakúnstir til þess að þurfa ekki að veiða þennan fína gjafagjörning frá ríkisstjórninni. En nota sér neyð bátana sem eru hættir strandveiðum og leigja þeim ásamt kvótalausum útgerðum gjafakvótan á uppsprengdu verði til þeirra. 260.000 kr pr tonn.
Þetta fjármagn rennur óskipt í vasa útgerða. – Þjóðin fær ekki krónu af því, þar sem sá sem leigði til sín frá þeim. Greiðir að auki auðlindagjaldið fyrir þá líka. Svo þetta er bara gott fyrir þann sem fær úthlutað en á sama tíma er lokað á atvinnuvegi 700 manna og kvenna sem starfa beint við veiðar strandveiða og að minnsta kosti má færa rök fyrir þrisvar sinnum fleiri störfum í landi eða störf fyrir vel á 3000 einstaklinga.
Á sama tíma og hér geisar faraldur og atvinnuleysi. Kreppa er skollin á og ríkisstjórninni ber að vernda störf og fyrirtæki stór og smá í landinu. Enda er hér um réttlætismál að ræða og ekki verið að taka neitt frá neinum. Og eðlilega gætu Strandveiðabátar greitt eðlilegt gjald fyrir nýtingarréttin af byggðapottinum til þjóðarinnar. Eftir að hafa nýtt sína 48 daga til veiða.