Topparnir í samfélaginu hafa þegar tekið til sín verulegar launahækkanir, og hækkanir bónusa og kaupréttarheimilda. Arðgreiðslur úr fyrirtækjum eru í hámarki og fjármagnstekjur hátekjufólks hafa hækkað verulega. Samhliða því hafa skattfríðindi þeirra verið aukin.
Í 10. tölublað af Kjarafréttum Eflingar er fjallað um svigrúm og leiðir til kjarabóta á árinu 2022 og í framhaldinu. Hagfræðingar Þjóðhagsráðs tala um að nú sé ekki svigrúm til launahækkana vegna þess að verðbólga sé of mikil. Slíkar fullyrðingar eru villandi. Svigrúm til launahækkana ræðst öðru fremur af hagvexti og framleiðniaukningu. Hvoru tveggja er í góðu lagi á Íslandi þetta árið og afkoma þorra fyrirtækja mjög góð.
Lágmark er að launafólk njóti þeirrar framleiðniaukningar sem er fyrir hendi með samsvarandi kaupmáttaraukningu. Ef ekki, þá er tekjuskiptingunni breytt í þágu hátekjuhópanna og stóreignafólks. Tilefni til kjarabóta launafólks er því vissulega fyrir hendi og góð reynsla af Lífskjarasamningnum varðar þá leið sem æskilegast er að fara við núverandi aðstæður. Þetta er útlistað nánar í því sem á eftir kemur.
Umfjöllunin byggir á tilgreindum forsendum en kröfugerð Eflingar er alfarið í höndum samninganefndar félagsins.
PDF-útgáfa af Kjarafréttum nr. 10 er hér.
Umfjallanir um efni tölublaðsins:
- Fréttir Stöðvar 2 og á Vísir.is 17. ágúst 2022.
- Frétt á Kjarninn.is 17. ágúst 2022.
https://gamli.frettatiminn.is/17/07/2022/fatekar-fjolskyldur-kvida-haustinu-oryrkjar-og-innflytjendur-verst-staddir/?fbclid=IwAR12Zbtxv8m_Bp4vu1Rd-GGMuDpXBx2Sm8Et48byZmsBjMQaMJh-TfDmKfg